Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1916, Blaðsíða 13
Jðunn]
Jól í Sviþjóð.
213
grikk að hringsnúast á tvinnaspottanum, sem það
hangir i. ()g svo kemur mamma og segir, að hann
skuli fá vænan skell á bossann, ef hann fari ekki
undir eins að klæða sig.
Lísa er búin að kveikja upp. Það er farið að
þjóta í reykháfnum og nú setur hún upp mjólkur-
pottinn. En húsfreyja breiðir á stóra inatborðið í
<iagslofunni og setur skálar á það, nema þar sem
niaður hennar er vanur að silja, þar selur hún ný-
fegða silfurkönnu. Svo drepur hún smjörinu í smjör-
kúpuna, sneiðir niður jólabrauðið og nokkrar sneiðar
al' reyktu svínsíleski. Einhverju verða menn að nær-
ust á, liugsar hún, áður en menn leggja af slað til
kirkjunnar í þessu grimdarfrosti.
Oli er búinn að vera góða slund á íótum og búinn
að vekja vinnumanninn. Hann er líka búinn að vera
bli í hesthúsi, kemba klárunum og gefa þeim jólaglaðn-
Lig. Og nú stendur sleðinn tilbúinn á götunni og Oli
cr að tendra ferðablysið. En það slær rauðum bjarma
á húsvegginn, rétt eins og kviknað só í einhvers-
slaðar í nándinni. Jens vinnumaður lætur hvína í
key rinu til inerkis um, að all sé tilbúið, en hestarnir
irísa og pjakka niður hófunum af óþreyju. Inni í
húsinu hleypur hver um annan þveran til þess að
leita að yíirhöfn sinni og hlífarfötum, loðkápum og
lambhúshettum, Finnlappa-treyjum og skinnstúkum.
Katrín er íljótust að búa sig og er send út lil að
bjóða þeirn Óla og Jens sopa af lieitu öli. En þegar
búsbóndinn er kominn í loðkápuna, stingur liann á
s>g ferðajiela fullum af koníakki og fer. En hús-
b'eyja læsir öllum liurðum og kemur svo á eflir með
Svein og Lísu.
Nú er alt fólkið komið úl á götuna. Sleðinn er
eins og meðalskúta á stærð með þremur þóftum eða
sætum í. í fremsta sætinu sitja hjónin með Svein
litla á milli sín, Katrín og Oli á miðsæti, en Lísa og