Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1916, Blaðsíða 52
[ IÐUNN
Nýjárshugleiðing.
Eftir
Ágúst H. Bjarnason.
Nú eru áramót og nýtt ár fer i liönd. Eins og
hverjum einstökum inanni er það nauðsynlegt að
hugleiða við og við, hvar liann er staddur og livert
hann stefnir, eins er þjóðunum þetta nauðsynlegt.
Og þá eru engir tímar eins vel til þess fallnir eins
og einmitt tímamótin, hvort sem þau eru merkileg
eða ekki. Öll timamót geta orðið merkileg, einmitt
fyrir ásetning manna og viðfangsefni þau sem þeir
velja sér. Notum þá áramótin að þessu sinni til
þess að hugleiða, hvar vér erum sladdir sem þjóð
og hvaða markmið vér eigum að setja oss á kom-
andi árum.
Það var hér einhvern tima á árunum, að Bjorn-
stierne Bjornson likti þjóðunum við ýmiss konar
skip af mismunandi gerð og með mismunandi sigl-
ingalagi. Stórþjóðunum líkti hann við hremmilega
vígdreka, og var það ekki að ástæðulausu, eins og
nú er komið á daginn. En við skulum nú lofa þeim
að eiga sig, bítast og berjast eins og þeim bezt líkar.
Smáþjóðunum líkti hann aftur á móli við ýmiskonar
seglskip með mismunandi seglbúnaði, og öll állu þau
sammerkt í þvi, að þau urðu að aka seglum eflir
vindi. Mörg var þar fögur íleytan, sem ég ekki man
að lýsa, enda skiftir það minstu máli. En einni
smáskelinni gleymdi hann þó, eins og vænta mátti,