Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1916, Blaðsíða 57
IÐUNNt
Nýjárshugleiðing.
157
dómur yfir oss í viðskiftunum við erlendar þjóðir.
Iín að líkindum er þetta ósatl og að eins einstöku
íslendingar liafa reynst slíkir óskilamenn. En orð-
rómurinn sýnir, hvílíkt feikna tjón slíkir menn geta
unnið allri þjóðinni. Það er með þjóðirnar eins og
einstakiingana, að þær eiga ekkert dýrmætara en
orðstírinn eða mannorðið. Missi þær það, eru þær
vegnar og léttvægar íundnar.
Vér liöfum ekki einungis skyldur að rækja við
sjálfa oss og þá, sem oss eru nákomnastir, heldur
og við þjóð vora og land. Þetta verðum vér að muna.
°g vér verðum að reyna að geta oss þann orðstír,
að það sé sómi að vera íslendingur. Þetta álil eru
Islendingar búnir að ávinna sér í Vesturheimi, eink-
um i Kanada. Og þessa álits er oss enn nauðsyn-
legra að aíla oss hér heima, ef vér viljum halda
áfra m að vera lil sem sérslök þjóð.
Það er hafl eftir Nelson, að hann liafi sagt við
skipsliöfn sína einu sinni á undan einni af hinum
sigursælu orustum sínum: England væntir þess, að
hver maður geri skyldu sína! Síðan er þetta orðið
oi'ðtak línglendinga, og þeim heíir orðið það að góðu.
Einnig vér á þjóðarlleytunni vorri erum nú að búa
°ss undir meiri háttar orustu, semsé veraldlega og
andlega samkepni við aðrar þjóðir. Ef vér eigum
ekki að verða undir í þeirri baráttu og þjóðarskúta
vor á ekki annaðhvort að farast eða verða öðrum
að herfangi, er það nauðsynlegt, að hver og einn
oinasli íslendingur hugfesti það frá blautu barns-
keini, að honum beri að rækja skyldu sína gagnvart
landi sínu og þjóð með því að leggja fram alla sína
beztu krafta og mannkosti. Og eilt verðum vér þá
bka að muna, af því að vér erurn svo fáir: — að
Vera samtaka! En gerum vér þetta hvorttveggja,
inunum vér ekki einungis verða langlííir í landinu,
beldur og á jörðunni, og þá munum vér óðar en