Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Blaðsíða 8
198
Viktor Rydberg:
| IÐUNN
sagði sá, sem á sleðanum sat. Síðan stökk hann úr
sæti sinu og gekk að glugganum.
Slíkan náunga hafði Vöggur aldrei séð, enda hafði
hann ekki séð margt manna um æfina. Þetta var
karldvergur, mátulega stór fyrir slíka farskjóta. Kinn-
beinin og kinnarnar voru eins og skorpnir hrúts-
kyllar; en tjúguskeggið, sem náði honum langt niður
á bringu, líktist mest mosaþembunum á bæjarveggn-
um. Hann var klæddur gráskinnum frá hviríli til
ilja. í öðru munnvikinu hékk reykjarpípa, en út um
hitt blés hann tóbaksreyknum.
»Sæll vert þú, fiatnefur«, sagði liann.
Vögg varð á að grípa hendinni til nefsins og svar-
aði síðan stuttur í spuna: »Gott kvöld«.
»Er nokkur heima«, spurði karlinn.
»Þú sér nú víst, að ég er heima«.
»Ja, hvernig læt ég; en ég spurði líka heimskulega.
En er ekki nokkuð dauílegt inni lijá þér, þólt nú
séu komin jólin?«
»Ég íæ bráðum jólaköku og jólaljós, þegar amma
kemur heim, — þríarmað kongaljós, skaltu vita!«
»Jæja, svo að Geirþrúður gamla er ekki komin
heim enn. Og þú ert svona einn þíns liðs og verður
það drukklanga stund enn. EHu ekki hræddur?«
»Sænskur sveinn!« svaraði Vöggur. Hann hafði
lært það af Geirþrúði gömlu að segja þetta.
»Sænskur sveinn«, hermdi karlinn digurmannlega
eftir lionum, um leið og hann muldi snjóinn úr
belgvetlingunum sínum og tók út úr sér pípuna.
»Heyrðu, snáði, veiztu hver ég er?«
»Nei«, sagði Vöggur, »en veiztu hver ég er?«
Karlinn tók ofan loðhúfuna, hneigði sig og sagði:
»Hefi þann heiður að tala við hann litla Vögg, hina
hugum stóru hetju lieiðarinnar, er fyrir skemstu fékk
fyrstu brækurnar sínar; kappann, sem loðinkjammi
eins og ég getur ekki skotið skelk í bringu! Þú ert