Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Blaðsíða 32
222
Einar S. Frímann:
IIÐUNN
Þetta var alls ekki Helga. Þessi stulka var miklu
hærri, svarlhærð, grannvaxiu og mjög fríð. Hún var
í bláleitum kjól með sniði, sem ég kannaðist ekki
við að hafa séð.
»Ó! hvað mig dreymdi illa«, sagði liún, og mér
fanst hrollur fara um hana. iiÞetla er held ég sú
lang-lengsla nótt, sem ég hefi lifað«.
Hún gekk fast að hlið Björns og lagði handlegginn
á öxl hans.
»Hvað dreymdi þig?« sagði hann svo, og mér
fanst röddin annarleg.
»Mig dreymdi — að — að — þú —. Nei annars
— við skulum ekki lala um það«, sagði liún svo
alt í einu hvatlega. »Við skulum heldur syngja«.
Ég glápti og glápti, en skildi ekkert.
»Lofaðu mér nú að hafa ,sólóna‘ í ,Grænn er bali‘«.
Hún söng. — Hann spilaði. Þeirri stund gleymi
ég aldrei. — En ég gleymdi víst hvar ég var staddur.
Ég reis upp i rúminu, þegar söngnum var lokið,
klappaði saman lófunum og kallaði:
»Ágætt! Aftur!«
Þau*litu snögglega við. Nú kom hún fyrst auga á
mig. Hún leit til okkar á víxl. Björn stóð upp, sýni-
lega órór.
»Hvað? — Hver er þetta?««
»Hann lieitir Vilhjálmur. Hann kom hingað i gær-
kvöldi«.
Svo var eins og hún áttaði sig. Hún brosti, gekk
rakleitt inn til mín.
»Komið þér sælir«.
»Sælar. Fyrirgefið þér að ég gerði yður hverft við.
Ég gleymdi mér alveg við sönginn«, sagði ég.
»Það var gaman! Viljið þér heyra erindin aflur?«
Eg játaði og þakkaði.
Hún ílýlti sér til Björns, sem þegar var tekinn að
spila.