Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Blaðsíða 19
IÐUNN]
Jólin hans Vöggs litla.
209
hennar. Þá mun liinn mikli dómari geta sagt við
þig á efsta degi: — »Það sem þú liefir gert þeim,
sem minstur var bræðra minna, það hefir þú og
mér gert«.
Að svo mæltu kvaddi Skröggur og fór. En nú fóru
farskjótarnir að frísa og hneggja. Skröggur tók nú
aftur við taumunum og settist lijá Vögg, og svo þutu
þeir af stað eftir dimmum skógi.
»Hvert er ferðinni nú heitið?c< spurði Vöggur.
»Til fjallasjólans«, svaraði Skröggur.
Vöggur litli var nú orðinn hálf-stúrinn á svipinn.
Stundarkorn sat hann þegjandi, en spurði síðan:
»Er nú kistan tóm?«
»því sem næsl«, sagði Skröggur og brá pípunni í
munn sér.
Allir bafa nú fengið jólagjafir nema ég«, sagði
Vöggur.
»Og ekki hefi ég nú gleymt þér; jólagjöfm þín
liggur á kistubotni«.
»Lof mér að sjá hana, þá ertu vænn«.
»Pú getur nú beðið, þangað til við komum heim
til ömmu gömlu«.
»Nei, góði Skröggur minn, lof mér að sjá hana
slrax«, sagði Vöggur litli með töluverðri ákefð.
»Nú, liana þá!« sagði Skröggur um leið og hann
sneri sér í sæti sínu, lauk upp kistunni og tók upp
úr lienni þykka ullarsokka.
»Er þetta alt og sumt?« mælli Vöggur í liálfum
liljóðum.
»Ætli þeir komi sér ekki nógu vel«, sagði Skröggur;
»erlu ekki með göt á hælunum?«
»Amma gainla hefði nú getað stoppað í þau. En
úr því þú gafst nú kóngssyninum og liinum svo
Iðunn II.
14