Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Blaðsíða 33
IÖUN.V |
Tónar.
22$
Um leið og hún fór, kom hún við hurðina, svo að
hún hálf-liallaðist aftur. Ef til vill gerði liún það
viljandi. Ég sá það ekki vel.
Þau sungu og spiluðu á ný. Mér fanst þeim takast
enn betur en áður.
Nú kom einhver ofan sligann.
»Góðan daginn!« heyrði ég sagt.
Éetta var Helga.
»Þið syngið«, sagði hún hálf-háðslega.
Þau svöruðu ekki samstundis.
Ókunna stúlkan sagði: »Hvað er þetta? Hér er
tómt ókunnugt fólk. — Hver eruð þér, stúlka mín?«
»Þekkirðu mig nú ekki, Sigga mín! Hvaða ósköp
ertu nú rugluð«.
»Ég man ekki til þess að ég liafl séð yður fyr«. —
Rómurinn var kuldalegur.
»Hver er þessi stúlka, góði minn?«
Um leið og liún sagði þetta, kom ég inn i stofuna.
wÞetta er hún Helga — Helga Pálsdóltir — unn-
ustan mín, manstu ekki eftir lienni?« sagði Björu og
reyndi að vera glaðlegur, en málrómurinn var óviss.
Hún fölnaði — augnaráðið varð ónotalegt.
»Unnusta — —?«
Björn virtist vera að athuga gerðina á gluggtjaldinu.
Helga sneri sér að henni.
»Þú þekkir þó Björn. — En komdu nú með mér
fram í eldhús og fáðu þér kafíi«.
Hún rétti höfuðið þóttalega.
»Fj'rst heimta ég skjrringu«. — Hún sneri sér að
Birni. — »Þú kallar þessa stúlku unnustu þína. Mér
hefir þó skilist svo, að við værum komin hingað til
þess að gifta okkur á sunnudaginn kemur«.
Björn var orðinn náhvítur. Hann gekk nokkur
skref í áttina til hennar, svo dálítið aftur á bak, og
leit til þeirra á víxl.
»Þetla er sorglegur misskilningur. — Ég er ekki