Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Blaðsíða 10
200
Viktor Rydberg:
[IÐUNN
þeirra. Milli trjástofnanna grilti í Ijós frá stöku sveita-
bæjum og Skröggur áði brált við eina hjáleiguna.
Milli steina i bæjarveggnum glilti í tvö augu, sem
einblíndu á Skrögg. Sást þar á snákshöfuð, er hring-
aði sig líkt og í kveðjuskyni. En Skröggur ypti loð-
húfu sinni og spurði:
»Snákur minn, snákur minn, Snariver!
Hvernig er búið á bænum hér?«
Snákurinn svarar:
»Iðnin hér býr, — sú er bótin mest —
við prjár kýr, kvígu’ og einn hest.
»Engin ósköp eru nú það«, sagði Skröggur, »en
eitthvað verður altaf til bjargar, þar sem maður og
kona leggjast á eitt. Þessi byrjuðu nú með tvær
hendur tómar og urðu auk þess að sjá fyrir for-
eldrum sínum. En — hvernig ferst þeim nú við
kýrnar og við hestinn?«
Snákurinn svaraði:
»Stinn eru júfrin og jatan full,
en Jarpur í holdum og hreina gull!«
»Seg mér enn, Snákur Snariver, hvernig lízt þér
á börnin á bænum?«
Snákurinn svarar:
»Glóhærða slúlku og glaðlegan pilt?
— Stúlkunnar lyndi er ljúft og milt,
en lyndi piltsins dálitið lrylt«.
»Þá er bezt að þau fái jólagjafirw,1) sagði Jóla-
skröggur. »Góða nótt, Snákur Snariver, og góðan
jólablund«.
1) Pað er þjóðtrú i Sviaríki, að Julviitten (Jólaskröggur) komi með
jólagjaílrnar.