Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Blaðsíða 77
IfiUNNi
Hannes Hafstein.
267
— Og maður situr við fossins fætur
og fast og rólega á hann starir.
Hann augun fallinu fylgja Jætur
— þá fæðast smámsatnan bros um varir,
sem myndir augum lians innar svífi,
þvi inn i hugann þau virðast líta.
fað eru myndir úr eigin lífi
og allar bundnar við fossinn livíta.
— Fyrst glaði sveinninn, er solgið hafði
hjá svanna elskuðum kossinn fyrsta.
— Og siðan aftur, er annar vafði
í örmum meyna, sem hann lót kysta.
— Og loksins einnig, er út hann reikar
frá ærslaglaum hæði fljóða og seggja,
þars endursvíkjandi svikaleikar
með svelli vökóttu hjartað leggja.
— Hann sér það alt, uns við ölduhljóðið
hann aftur vaknar og ris af draumi.
Hann sér i ólgunni æskublóðið
með æðigangi og töfraglaumi.
Hann sér, live ólgan í farveg fellur
og fljótið stillist i bökkum kaflð.
Hvort fer um urðagrjót eða hellur,
að ending fer það í djúþa hafið, —
í hafið, hafið----------.
Lifið kallar. Það dregur manninn til raunverulegra
ásta og til stríðs og starfs. Hjúskaparástin fer eins
og allir vita á ýmsa vegu, en H. H. varð sá gæfu-
maður, að heitasta ástin hans og ef til vill sú eina
raunverulega kom honum í hjónabandið. Eða hver
skyldi þora að rengja það sem hann sjálfur segir
um þetta í fyrsta kvæðinu, sem hann yrkir til heit-
meyjar sinnar og konuefnis:
Ég fer ei með lýgi, fals eða tál:
Nú fyrst ég veit, hvað er ást.