Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Blaðsíða 13
IÐUNN1
Jólin hans Vöggs litla.
203
Álfarnir svöruðu:
»Hverfur tið, hverfur stund,
hver stund hefir gull í mund«.
»En þið munið þá vænti ég eftir því«, sagði
Skröggur, »hvar og hvenær við eigum að hittast?«
Álfarnir kinkuðu kolli og svöruðu:
»Hittumst við hjá hainrasjóla,
þá hringt er inn til helgra jóla«.
Nú opnaði Skröggur kistu sína öðru sinni og fór
nieð fult fang af jólagjöfuin inn til óðalsbóndans,
konu hans og barna. Meðal jólagjafanna var her-
manna-byssa, því að hverjum búand-manni ber að
verja land sitt, ef því er að skifta.
Og þannig óku þeir nú bæ frá bæ. Einna mest
fanst Vögg til mn það, er þeir komu á prestssetrið.
Þar gægðist hann inn um gluggann. Gamli preslur-
inn sat í hægindastól, en hann þekti Vöggur vel, því
að oflar en einu sinni hafði hann komið við á
heiðarbýlinu og hlustað á Vögg og klappað á kollinn
á honuin, er hann var að stauta sig áfram í staf-
rófskverinu. Prestskonuna og dætur hennar kannaðist
Vöggur líka við; þær liöfðu reynst Geirþrúði gömlu
svo vel. Jólaskrögg fanst líka mikið til prestsseturs-
ins koma, því að fólkið var þar svo alúðlegt hvað
við annað og fór vel með skepnurnar, enda leit svo
út sem öllum liði vel þar.
Álfurinn á búinu kom út úr hlöðunni og kvaddi
Skrögg virðulega.
»Hér er víst alt með liimnalagi«, sagði Skröggur.
»Jú, hér er all í lagi«, sagði álfurinn, »og þó hefi
ég klögumál fram að ílytja«.
»Hvað er nú það?«
»Jú, gimbillinn hennar Nönnu var mjög svo stúr-