Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Blaðsíða 81
IÐUNN)
Hannes Hafstein.
271
líg biö á bergsnös kaldri
meö blóðug ólifssár.
Eg stari á veglausa víðátt,
og voðageimur hár
ómar af auðnar-tómleik.
Eg almættisstólinn sé.
Þar, yfir öndvegi anda,
sig öli dregur líkn í hlé.
Ég lyfti lömuðum vængjum
og lem liið auða tóm,
en fleygt til flugs mér get ei
né fengið kraft í róm.
Svo magnlaus, helkaldur harmur
og hjartans svíðandi kvöl,
mér alein opnað fá sjón
yíir ókomna timans böl.
Ég er ei söngvinn svanur
né sviffrár valur. Nei!
veikur og vesall maður,
sem veld mínum hörmurn ei,
en fangar þó til að lyfta
lamaðri, kvaldri önd
með pig til flugs í faðmi
að framtíðar minninga strönd. — —
Á þessu kvæði vil ég enda. Það er hvort eð er
sárasti og dýpsti tónninn, sem nokkuru sinni hefir
verið knúinn úr hörpu þessa skálds, og mig skal
ekki kynja, þótt eitthvað hafi brostið um leið. Því
að aldrei verður að ósekju skorið svo á hjartastrengi
manna, að ekki kenni einhvers meins, einhverrar
veilu eftir það. En um slíkt er bezt sem fæst að
tala. í þessu sambandi verður mér þó að minnast
þess, er eitt sinn var kveðið um hrímslegna fjall-
vörðu:
Grætur þú, steinn,
er á gnýpu stendur