Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Blaðsíða 26
216
Davíð Stefánsson:
[ IÐUNN
Og snemma var athygli ’ans óskift þar,
sem einhver bein eða spýtu skar,
hvert hnífsbragð hann fyrir brjósti bar,
hverja bylgju sem fágaði steininn.
— Guð var að vekja sveininn.
Svo vaknaði ’ann — snauður og viltur og einn.
í veraldar-götu ’ans lá jarðfastur steinn.
Hann starði á hann einn og engilhreinn
með eldvilja brautryðjandans,
í ljósi frá eldi andans.
Og listinni helgaði ’ann líf sitt og blóð,
að launum hann ílýja varð bygð sína og þjóð;
á flæðiskeri’ alþjóða-örbirgðar stóð,
sem er umkringt af dauðans söndum,
með meitil og hamar í höndum.
Af vöngum hans æsku árroðinn hvarf,
hann varð ímynd hins snauða við listastarf
og frægðar-von sú, er hann fékk í arf,
fölnaði í hans barmi,
og hann grét af heilögum harmi.
Þá hjó hann, í æði, í inn harða stein
sinn himneska draum og sárasla kvein,
hver tilfinning hans, hver einasta ein
fór eldi um steininn kalda
til að geymast um aldir alda.
Nú beygir hver heimsbúi klökkur kné
og kastar í sporin, sem meislarinn slé,
angandi blómum og ógrynni af fé
og andvarpar þungl við steininn,
sem minnir á Djúpadalssveininn.