Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Page 68
258
Arnrún: Svanur.
[ IÐUNN
Hvar sem sveifstu, svanur,
sólin tók að skína,
blómin spruttu í börðum.
Bjart varð mér í hjarta.
Gneistann, sem eg geymdi,
glæddir þú. Mig hlægir.
Nú fær ekki nóttin
nokkurt mein mér unnið.
Þakkir! þögli svanur,
þitt hið blíða hjarta
snortið hefir strengi
stirða máttarvana.
Nú þeir óma um unað,
yl þeir flytja vilja.
— Helst ef hvíti svanur
hita yrðir þurfi —.
Arnrún frá Felli.
Skáldið Hannes Hafstein.
Skáld karlmenskunnar og lífsgleðinnar, skáldið víns
og svanna, skáld ferðalaganna og íslenzkrar sumar-
sælu, — slíkt skáld var Hannes Hafstein.
Glæstir og sterkir voru strengirnir á hörpu hans,
þótt hvorki væru þeir viðkvæmir né verulega djúp-
raddaðir fyrr en nú rétt upp á síðkastið, að hann
skirðist eldskírn óbærilegrar sorgar.
Og karlmannleg og óvenjulega formfögur voru