Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Blaðsíða 72
262
Skáldið
l IÐUNN
Eins og blæja yfir meyju
æskubjarta sveipast hún;
mótar fyrir meyjarbrjóstum,
mótar fyrir dökkri brún.
Blæjan kvikar alveg eins og
upp sé vöknuð hún, er svaf,
upprennandi árdagssólar
ástargeislum vakin af.-----
Litið innar, þar sem þokan
þakti áður hól og laut.
Nú er mær úr rúmi risin,
rekkjuslæður horfnar braut. —
Sjá, nú blika blómahlíðar,
bjartir tindar, grösug skörð.
Glóðafeikir glöðu brosi
grænni heilsar blómajörð!
Kvæðið er auðvitað miklu fegurra og áhrifameira,
ef það er lesið alt í samhengi. En svona er myndin.
Og nær því alt í náttúrunni, að ég nefni nú ekki
alt sem fagurt er, fær á sig þessa meyjarmynd í
kveðskap Hannesar Hafsteins, meira að segja sólin sjálf:
Með slegið gullhár gengur sól
að gleðibeð með dag á armi
og dregur gljúpan gullinkjól
af glæstum, hvelfdum móöurbarmi,
og breiðir hann við rekkjurönd
og roðnar, er á beð hún stígur,
og brosi kveður lög og lönd
og Ijúft í Ægis faðm svo hnígur.
Þetta er glæsileg og fögur mynd. Ég held helzt,
að skáldið hefði átt að verða málari eða mynd-
höggvari og að *honum mundi hafa látið það einna
bezt að mynda og móta glæstar og göfugar konur
líkt og Tizian.
Eiginlegt ástaskáld var Hannes Hafstein þó ekki í
sína ungu daga. Þar kennir meira gamansemi æsku-