Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1917, Blaðsíða 23
IÐUNN]
Jólin lians Vöggs litla.
213
að lokum nefndi nafn hans. Það sem Skröggur sagði
um Vögg og ullarsokkana, vil ég helzt ekki þurfa að
hafa upp hans vegna; en ekki má ég leyna því, að
einn risanna ileygði stóru, grænu eitureðlunni, er
Vöggur hafði séð fyrir skemstu, á aðra metaskálina.
Og það munaði meir en lítið um lrana. Nú litu allra
augu nema Skröggs, sem horfði eilthvað úl í hött,
á Vögg, konungurinn, konungsdóttirin, jötnarnir,
dvergarnir og álfarnir, og augnaráðið var ýmist
þrungið af gremju eða angurværð. Einkum var
augnaráð konungsdóttur svo raunalegt og þó svo
milt, að Vöggur brá báðum höndum upp fyrir andlit
sér og gat ekki á nokku'rn mann litið.
En nú tók Skröggur að segja frá Geirþrúði gömlu
á heiðinni, að liún hefði tekið munaðarleysingjann
hann Vögg litla að sér; að hún ynni bæði fyrir sér
og honum með því að ríða net og gólfábreiður og
með ýmiskonar tóvinnu, og þannig lækist henni með
iðni sinni og ástundun að fæða hann, klæða og
skæða, þótt hún væri komin að fótum fram. En iðja
hennar bæri líka blessunarrikan ávöxt; drengurinn
dafnaði vel hjá henni, hann væri liugprúður, hjarta-
góður og glaðlyndur og því væri hún lionum góð og
fyrirgæfi honum,. þótt honum stundum yrði eitthvað
á. Hún bæði guð fyrir lionum á hverju kveldi, áður
en hún sofnaði; og nú síðast í morgun hefði hún
lagt af stað í býtið í kaupslaðinn til þess að kaupa
handa honum eitthvað, er hún gæli glalt hann með
á jólunum.
Meðan Skröggur var að segja frá þessu, lögðu
jötnarnir þung gullin met að öðru hvoru á metaskál
hins góða; en græna eitureðlan stökk niður af hinni
metaskálinni og hvarf. Konungsdólturinni vöknaði
um augu og Vöggur lók að liágráta. — —
Og liann grét meira að segja enn, er hann var að
vakna í rúminu lieima lijá sér. En þá voru þeir