Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Page 4

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Page 4
162 Quðm. Finnbogason: IÐUNN óákveðinn aldur, ef hann blandast ekki óæðra kyni og náttúruumhverfið heldur áfram að vinsa burt því, sem ónýtast er. Hann segir meðal annars: »ísland er undra- land. Þrátt fyrir eðlisgalla sína hefir það um 1000 ár staðið í fylkingarbroddi menningarinnar. Er það sanni næst, að það hafi að tiltölu við fólksfjölda lagt stærri skerf til framfara mannkynsins en nokkurt annað svæði, að undanskildu Grikklandi hinu forna og Gyðingalandi«. Hann reynir svo að færa sönnur á þetta, og það er nógu gaman að sjá, hvernig hann fer að því. Hann fer fyrst á bókasafn Vale-háskólans, þar sem hann er prófessor, og gáir að, hve margar bækur séu þar, er ísland snerta, því að honum virðist það nokkur mælikvarði á áhrif lands, hve mikið er um það ritað. Hann finnur í bókaskránni 326 rit um íslenzk efni, þó að háskólinn leggi enga sérstaka rækt við þau fræði. Að tiltölu við fólksfjölda er þetta tífalt það, sem bóka- safnið hefir um írland, og fertugfalt það, sem það hefir um Mexiko, sem þó er svo nátengt Bandaríkjunum í ótal efnum. Næst athugar hann, hve margir merkir íslendingar frá þrem síðustu öldunum hafi verið teknir í hina frægu alfræðibók »Encyclopædia Britannica« og verður þess vísari, að ísland á þar að tiltölu við fólksfjölda fleiri fulltrúa frá þessu tímabili en nokkurt annað land utan Englands og Skotlands (t. d. þrefalt á við írland, Frakk- land og Sviss, 23-falt á við Austurríki). Þriðji mælikvarðinn er dómur viturra manna. Þar tilgreinir hann ummæli Bryce lávarðar, hins vitra og fræga enska rithöfundar og stjórnmálamanns, er ritað hefir manna bezt um Islendinga og talið bókmentir þeirra eiga sæti við hliðina á bókmentum Forn-Grikkja. Þá bendir Huntington á það, hve snemma hér var

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.