Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Page 11
IÐUNN
Þjóðarfrægð.
169
svörtustu myrkrunum verið ljóssins og andans þjóð og
þess vegna á hún að lifa.
Guðm. Finnbogason.
Ferðalok.
Eftirfylgjandi grein um kvæðið Ferðalok eftir Jónas Hallgríms-
son er að miklu leyti skrifuð eftir frásögn frú Kristiönu Havstein
í Reykjavík, hálfsystur frú Þóru Gunnarsdóttur, sem kvæðið er
orkt fil. Frú Kristiana kvað móður sína, stjúpu Þóru, hafa sagt
sér, eftir sögusögn föður síns, séra Gunnars Gunnarssonar í Lauf-
ási, frá æskuástum þeirra jónasar og Þóru, og ferðinni norður um
vorið 1828; sömuleiðis hefði, kvað hún, vinkona Þóru ein sagt
sér frá þessu og um Þóru. Frú Kristiana er fædd 1836, en man
þetta alt vel enn.
Gunnar, sonur sér Gunnars Hallgrímssonar í Laufási,
faðir Tryggva Gunnarssonar, frú Kristiönu Havstein og
þeirra systkina, var lengi skrifari hjá Geir byskupi Vída-
lín og síðan hjá eftirmanni hans, Steingrími byskupi
Jónssyni. Hann eignaðist dóttur, er Þóra hét, með þjón-
ustustúlku nokkurri hjá byskupi, Guðrúnu að nafni, ]óns-
dóttur. Þegar faðir hans dó, 1828, óskaði móðir hans
að hann tæki við brauðinu, því að hún vildi helzt vera
kyr í Laufási. Laufás var talinn eitt af 12 beztu brauð-
um á landinu, en Gunnari stóð til boða, ef losnaði, eitt-
hvert hinna allrabeztu fjögra, sakir þess, hve lengi