Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Page 17

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Page 17
IUÐNN Sjóorustan við Jótland. ■ i. Sjóorustan mikla verstur af Limafirði 31. maí og 1. júní 1916, er tveim sterkustu flotum heimsins, Breta og Þjóðverja lenti saman, er mesta sjóorusta, sem sögur fara af. Meðan á ófriðnum mikla stóð, og lengur nokkuð, var lítt mögulegt að fá Ijósar og áreiðanlegar fréttir af við- burðum og vopnaviðskiftum á landi og sjó. Báðir að- iljar túlkuðu þá sitt mál, gerðu lítið úr eigin óförum en mikið úr sigrum sínum. Kvað jafnvel svo ramt að, að í sömu viðureign þóttust báðir hafa sigrað einatt, og svo var um þessa sjóorustu, er vér ætlum nú að segja frá. — Sem dæmi fréttaskoðunar á ófriðarárunum, má geta þess, að á öndverðum ófriðartímanum var sökt einum af mestu vígdrekum Breta, »Audacious« (1914) en opin- berlega var það ekki tilkynt frá flotamálastjórn Breta fyrir ófriðarlok 1918. — Orustuskip munum vér í frásögn þessari nefna þau, er á ensku heita »battleships«, en af þeim höfðu Bretar í orustunni 28 en Þjóðverjar 22. Bresku skipin voru öll af svo nefndum Dreadnought-flokki, en svo eru nefnd hin sterkustu herskip er bygð hafa verið, eftir fyrsta skipinu af þeirri tegund, »Dreadnought«. Þýsku skipin voru 16 af þeirri tegund en 6 eldri og voru þau lítt fær að etja á móti nýrri skipunum. Orustuskip Breta voru samtals nál. 648 þúsund smálestir, Þjóðverja nál. 442 þús. smál. — Vígdreka nefnum vér skip þau

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.