Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Síða 18

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Síða 18
176 Þorsteinn Jónsson: IÐUNN er á ensku heita Battle cruisers. Eru það afarmikil og sterk skip, en ekki eins ramlega brynvarin og orustu- skipin en taka þeim fram í því, að þau geta farið mikið hraðara. Orustuskip fara sjaldan yfir 20 sjómílur (Knots) á klukkustund en vígdrekar alt að 32 sjóm. Vígdrekar eru vopnaðir jafnsterkum fallbyssum og orustuskip og notaðir í orustum gegn þeim. í Jótlandsorustunni höfðu Bretar 9 slík skip en Þjóðverjar 5. Alls var orustufloti Breta 845 þús. smálestir en Þjóðverja 562 þús. smál. sá er tók þátt í orustunni. Brezki orustuflotinn gat siglt 20 sjóm. en hinn aðeins 17 míl. ef hin eldri skip áttu eigi að dragast aftur úr. Bresku skipin voru betur vopnuð, fallbyssur stærri (alt að 15 þuml.) á mörgum skipunum, Þjóðverjar höfðu enga byssu víðari en 12 þuml. En þýsku skipin voru sterkari (brynjan þykkri) en á ensku skipunum. í orustunni kom það og í ljós að Þjóðverjar höfðu betri útbúnað að ýmsu leyti, skutu reglulegar, hittu fyr mark og höfðu betri leitarljós, (kastljós). Sprengikúlur þeirra voru betri, bresku kúlurnar (kólf- arnir) sprungu of fjótt, voru of næmar, er þær komu á skotspón og gerðu því minni skaða en ella. Ðreski flotinn var 175°/o sterkari að skotmagni en hinn þýski. Af smærri skipum höfðu Bretar 33 beitiskip en Þjóðverjar 11. Auk þess fylgdu breska flotanum 77 tundurspillar. þýska flotanum fylgdu 72 og 4 Zeppelin- loftför. Vegna þoku og dimmviðurs voru loftförin gagns- laus og tóku engan þátt í orustunni. — TundurspiIIar eru lítilj skip, nál. 1000 smál. (þau er tóku þátt í Jótlandsorustunni) vopnuð með 4 þuml. fallbyssum. En aðalvopnin eru tundurskeytin (torpedo) er þeir skjóta úr þar til gerðum rörum, og eru 6 á hverjum báti. Tundurskeyti þessi eru afarsterk, og getur sprengingin grandað hinum sterkustu orustuskipum, ef vel er hitt

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.