Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Side 19

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Side 19
IÐUNN Sjóoruslan við Jótland. 177 Tundurspillarnir gátu farið nál. 30 sjómílur. — Yfirfor- ingi breska flotans var Sir ]. Jellicoe, lá hann með orustuflotann og 3 vígdreka í Scapa-flóa. Foringi yfir vígdreka-deild flotans var Sir David Beatty, og hafði bækistöð í Rosyth, 'IXT,1'’;’ fff? hafði hann þarmargt skipa. — Vfirfor- ingi þjóðverja hét v. Scheer. Foringi víg- drekanna þýsku hét v. Hipper. II. Flotastjórn Þjóð- verja hafði ákveðið að senda flotann til hafs 31. maí 1916- Var það látið í veðri vaka að flotinn ætti að ónáða verslunar- flota bandamanna o. f]. í Norðursjó og Skagerak. Enska flotastjórnin fékk þegar tilkynningu um þetta frá njósnurum sínum. Er talið líklegt að Þjóð- verjar hafi viljandi látið þetta fréttast, tilgangurinn hafi verið sá að lokka vígdrekaflota Beattys út og eyðileggja hann. Hipper fór á undan með vígdrekana þýsku, og Bretar vissu ekki fyr en þeir sáu það, að allur floti Þjóðverja var á rúmsjó. Nóttina 30. maí fékk Beatty skipun um að halda af stað frá Rosyth með flota sinn. Voru það sex víg- drekar, er hétu »Lyon«, (skip Beattys) »Princess Royal«, ^Queen Mary«, »Tiger«, »New-Zealand« og »Indefati- Iöunn IX. \2 ]. Jellicoe.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.