Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Side 29

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Side 29
1ÐUNN Sjóorustan við Jótland. 187 eyddi dýrmætum tíma til þess að fylkja skipunum, og snéri þá frá Þjóðverjum í fyrra skiftið. Þjóðverjar voru þá óviðþúnir að mæta meginflota Breta, þeir hugð- ust þá vera að reka flótta Beatty’s, sem eðlilegt var frá þeirra sjónarmiði, en Beatty hefði aldrei hætt sér svo nærri meginflotanum þýska, hefði hann ekki vitað af ]ellicoe í nánd, og aldrei fórnað svo miklu sem hann gerði ef hann hefði ekki talið líklegt að það mundi leiða til stórsigurs fyrir Breta. Þegar Jellicoe loks hafði raðað skipum sínum til orustu og var kominn á milli lands og Þjóðverja gerði Scheer það, sem talið er al- veg rétt, og raunar eina úrræðið, hann snéri við og gerði árás. Tundurspillar hans og létt beitiskip fóru á undan, sjálfur kom hann á eftir með meginflotann. Hugðu þá Þjóðverjar að til skarar mundi skríða, og blandaðist fáum hugur um hvernig fara mundi, en þetta var síðasta úrræðið, að ráðast á og brjótast í gegn um ofurefli liðs bæði að skipafjölda og vopnum. Var það drengilega og djarfmannlega gert. En hvað gerir Jellicoe? Hann snýr undan með allan orustuflota sinn, missir sjónir af Þjóðverjum og gerir aldrei neina tilraun til þess að hitta þá aftur. Beatty, sem borið hafði hita og þunga dagsins og fórnað skipum og mönnum, einmitt til þess að fá þelta tækifæri, ræðst á Þjóðverja, með þeim fáu skipum, sem hann hefir yfir að ráða, hann reynir að fá Jellicoe til að gera hið sama, árangurslaust. Jellicoe segir, að það hafi löngu verið afráðið hjá flotastjórn Breta, að snúa undan tundurspilla-árás á meginflotann. Hann hafi sjálfur komið með þá uppástungu, og flotastjórnin samþykt það. Eftir því hafi hann farið. Vmsir telja þó að góður foringi hefði ráðist á Þjóðverja, og látið til skarar skríða. Hann hafði ofurefli liðs. Bretar máttu vel við því að missa megnið af flota þeim, er í orustunni

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.