Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Síða 34

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Síða 34
192 Sigurjón Jónsson: IÐUNN þar vaggast blómstur gull! Ó! aðeins andartak ég aftur nálgast þarf þann hug er átti ég áður en að mér skortur svarf. Ó! aðeins stutta stund, að staldra mætti ég, þó samt ekki vegna neins ástardraums, nei, aðeins syrgja í ró! Að mega gráta af heilum hug það hvíldi þjáða sál. En ei það má, því augún sjá þá ekki þráð og nál. Faldinn, bolinn og band — bandið, bolinn og fald! — Sting — sting — sting, sem hefði ég vélar vald og væri gerð úr járni og tré, smávél í Mammons mund og hefði ei mál, né hugsandi sál, né hjartans djúpu und! Með þreytta, hrörnandi hönd, með höfug augnalok þjáð sat fátækleg kona með bleika brá bogin við nál sína og þráð. — Sting — sting — sting! Um dagmál og dagsetrin löng. I dýflissu tómi með klökkvanda hljóm — ó, heyr þú »ríkur« þann hjartans óm, •er hún við skyrtuna söng! Sigurjón Jónsson.

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.