Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Side 41

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Side 41
IÐUNN Landiö kallar. 199 vestra, hefi ég hitt fleiri og færri landa, sem voru sestir þar að og höfðu jafnvel búið þar heilan mannsaldur. Og þó langaði þá marga hverja heim. Þeim fanst sem þeir væru hálfgerðir rótleysingjar, ættu hvorki heima þar né hér og það jafnvel þótt þeim liði efnalega vel. Sumir vildu auðvitað ekki við þetta kannast og þótt- ust einskis hafa í mist. Og þeir, sem hafði liðið verst hér heima, máttu ekki heyra Island nefnt. En þetta voru undantekningar. Flestir fundu endrum og eins til einkennilegs sviða í sálu sinni, einkum á andvökustund- unum, og þeir klöknuðu við, er þeir heyrðu Islands minst. Og sumir sögðu mér, að þeir sæju enn bæjarkornið blasa við á balanum heima, og að þar hafi í raun og veru gifta þeirra búið. Gamall maður sextugnr, sem elti mig úr einum stað í annan og var búinn að búa fullan mannsaldur vestra, sagðist ekki hafa þekt neina jörð í Ameríku jafn-góða og Staðarstað á Snæfellsnesi! Eg hefi líka séð sveitirnar, sem Islendingar byggja vestra. Þær eru örðugar að vinna og rækta, rétt eins og hér. Og meira að segja, menn þar í landi verða að leggja miklu meira á sig en menn alment gera hér til þess að hafa sæmilega afkomu. Þar eru auðnir og óræktuð lönd, rétt eins og hér. En þar reyna menn að Yrkja upp auðnirnar og gera þær að frjósömu landi. Og þar eiga menn í höggi við hagl og eldingar að sumar- lagi, riðsveppinn, sem eyðileggur hveitið á skömmum hma, sáðþistilinn, sem spillir ökrunum, og sagarfluguna, sem slær niður kornstangamóðuna, tíu plágur fyrir eina, óblíðu og óstöðugleika veðráttunnar hér. En þar er unnið kappsamlega á móti; landbúnaðarháskólar svo að segja ' hverju héraði og vestur við Kyrrahaf kynjakarl, Luther Burbatik að nafni, sem hefir gert hvað mest að því að Yrkja upp auðnirnar, fegra þær og bæta. Með úrvaln-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.