Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Síða 44

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Síða 44
202 Ágúst Bjarnason: IÐUNN þín sálarbrúður er hin blessunarríka, einbeitta, ávaxta- sama iðja í þarfir einhverrar hugsjónar, hver sem hún annars er. Og settu markið hátt, eins hátt og þú getur hugsað þér það í þínum verkahring, helst svo hátt, að það verði eins og himingnæft fjallið. Og haltu svo með óþreytandi elju og án þess að horfa um öxl, upp á tindinn: Þvi sá, sem hræðist fjallið og einlægt aftur snýr fær aldrei leyst þá gátu: hvað hinu megin býr. En þeim, sem eina lífið er bjarta brúðarmyndin þeir brjótast upp á fjallið og upp á hæsta tindinn. Kæru áheyrendur! Nú er hann farinn að rigna og nú ætla ég að hætta. En fyrst ætla ég að biðja ykkur öll að árna Islandi gæfu og blessunar og þá sérstaklega óska þess, að fósturjörð vorri bætist góðir og dugandi menn, karlar jafnt og konur, sem hafa ekki hugsjón- irnar að munnfleipri, eins og tíðast er, heldur reyna að koma þeim í verk, í framkvæmd. Og svo vil ég fara að dæmi prestanna og innilykja allar óskir vorar Islandi til handa í hinni »drottinlegu bæn« skáldsins fyrir fósturjörðinni: — Volduga fegurð, ó feðrajörð, fölleit með smábarn á armi, elski þig sveinar hjá hverri hjörð, helgist þér menn við hvern einasta fjörð. Frjáls skaltu vefja vor bein að barmi. Brosa, með sól yfir hvarmi, Blessist og blómgist ísland af ást niðja sinna og starfi. Ágúst Bjarnason.

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.