Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Síða 45

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Síða 45
IÐUNN Myndir af Friðfinni Guðjónssyni, leikara. Flestir muna sjálfsagt eftir því, að þeim þótti ein- hverntíma gaman að því að gretta sig frammi fyrir speglL Sumum þykir jafnvel gaman að því langt fram eftir aldri. En það var bannað og sú ógn lá við, að svona yrði maður eftir dauðann. En það getur orðið list að gretta sig, og það á ekki meira skylt við venjulegar »fettur og brettur« en bað- stofuhjal við háfleygan skáldskap eða réttaöskur við lista- söng. Mannsandlitið er merkilegasti flöturinn sem til er. Það getur verið það fegursta, sem til er, og ljótasta ekki síð- ur. Það getur speglað alt upphugsanlegt. Það er á sinn máta eins og næmasta hljóðfæri, en þó hverju hljóðfæri viðkvæmara og fjölskrúðugra. Það mætti því undarlegt heita, ef slíkur kynjagripur væri ekki tekinn í þjónustu listanna — enda vantar það ekki. Og einhver mesti snillingur okkar á þetta verkfæri er Friðfinnur. Þeir eru víst ekki margir hér í bænum,. sem ekki hafa margsinnis komist að raun um það, enda er Friðfinnur einhver besti leikari landsins og fjöl- hæfasti. En lítið hefir verið gert að því að »festa« þessi svip- brigði. Að vísu eru svipbvigðin oft meginþátturinn í þessari »andlitslist«, breytingarnar, hraðinn og umskiftin, sem sífelt reka hvert annað. En því verður þó ekki

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.