Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Síða 52

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Síða 52
210 Snæbj. Einarsson: Vordýrð. IÐUNN Væri’ ei synd á vornótt þýðri að vekja hjartans angurmál, væri’ ei synd í vordýrð blíðri að virða lífsins draumatál? — Þegar lít ég lífs til vakna löngu dáin blóm og strá, æskuvors míns sárt ég sakna er sé ég hverfa burt mér frá. Ollum þess ég óska vildi að ættu þeir vorsins besta yl. En, vor, þú ættir ekkert gildi ef ekkert hjarta fyndi til. Ef enginn lifði langan vetur ljós þitt engum væri nýtt, gleði sanna sá einn metur er sorgin hefir hrært og þítt. Þú ríkir, vornótt, yfir öllum, öllum börnum þessa lands; þú vakir yfir vætti’ á fjöllum, von og draumum sérhvers manns. Og — þegar síðast sofna’ eg skyldt sætt og rótt í heimi hér, ó, að guð mér gefa vildi góða nótt — í faðmi þér. Snæbj. Einarsson.

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.