Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Síða 53

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Síða 53
IÐUNN Grímur fjósamaður. Grímur Hallgrímsson var búinn að vera yfir fjörutíu ár fjósamaður hjá Páli kirkjubónda á Brekku. Hann kom til Brekkubóndans á fyrstu búskaparárum hans. Þá var Grímur 18 ára; það var vorið, sem hann fermdist. Alt til þess hafði Grímur flækst sem sveitaþurfi manna á milli, enda bar hann þess glöggar menjar. Hann var horaður, [lítill og beygjulegur, og óviðfeldinn flóttasvipur í stórum einfeldnislegum augum hans, og ef vel var að- gætt, sáust þrákelknisdrættir í ófríða, ellilega andlitinu. En þetta vor bauðst Brekkubóndinn til að taka hann meðlagslaust. Á Brekku var farið vel með Grím. Þar óx honum smátt og smátt fiskur um hrygg. Hann varð þrekinn og töluvert kraftagóður, en altaf mjög lágur í lofti. Fjósverkin á Brekku urðu undireins aðalstarf Gríms. Allan veturinn snerti hann ekki á öðru. Brekkubóndinn hafði líka allajafnan nokkuð margt' í fjósi. Starfi því undi Grímur með afbrigðum vel, þar sýndi hann ávalt sömu umhyggju og trúmensku, enda [mátti það jafnan skilja á Grími, einkum eftir að hann tók að eldast, að fjósverkin væru einmitt aðalstörf heimilisins, fjárgæslu taldi hann standa skör lægra, þótt Brekka væri í raun og veru fyrst og fremst sauðjörð. Á sumrin hirti Grím- ur um eldivið, sótti vatn og færði á engjar, en föst verk tjáði ekki að ætla honum, hann gat ekki fest sig við þau. Geðstirður þótti Grímur í meira lagi, þegar hann eltist; einkum reyndi á það við hitt vinnufólkið, honum fanst það vera ónýtt og hyskið við vinnuna, tala full-

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.