Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Page 55

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Page 55
IÐUNN Grímur fjósamaður. 213 hafði Páll ákveðið að lóga bola í haust. Enginn^hafði boðist til að orðfæra það við Grím fjósamann. Einn dag, að loknum slætti, bað Páll bóndi Grím að hlaupa í að laga og hlaða utan að móhrauk, sem var úti, því að hann gæti eyðilagst, ef í rigningar gengi. — »Ég býst líka við«, sagði bóndi og leit á Grím, »að þú kærir þig ekkert um að vera heima, — ég ætla að fá hann Lárus á Bakka hingað í dag«. Lárus á Ðakka var helsta skytta sveitarinnar, og Páll hafði jafnan fengið hann, þá er slátrað var stórgrip á Brekku. Það vildi þannig til, að Grímur var í ágætu skapi; hann lék nærri við hvern sinn fingur. Þar lágu drög til. Hún Búbót, sumarbæran, er hafði í vikunni sem leið, hrapað í nyt og orðið vesaldarleg útlits, var nú búin að græða sig að fullu og komin í 14 merkur í bæði mál. Og einn vinnumannanna hafði heitið á hann, ekki alls fyrir löngu, hálfum tóbaksbita; áheitið gekk fram í gær, og á morg- un átti hann að fá rjólið — óskamtað. Grími datt auð- sjáanlega ekkert misjafnt í hug við orð húsbónda síns. Hann tók þessu mjög vel og sagðist skyldi fara undir eins og hann var búinn að drekka hádegiskaffið. Páll bóndi gat þá ekki fengið af sér að hrella hann með því að segja meira. Grímur var búinn að drekka kaffið. Húsmóðirin rendi fjórum sinnum í bollann hjá honum, — það var engin fingurbjörg bollinn hans Grímsa, það var hlemmivíður og djúpur skeggbolli, sem húsmóðirin hafði fært honum, einu sinni, þegar hún kom úr kaupstað. Grímur gekk út á hlað; hann opnaði tóbakspunginn sinn, nuddaði börm- um hans vendilega saman og tók ríflega tóbak á milli fingra sinna velti vöngum og saug fast upp í nasirnar til skiftis. Hann stóð eitt andartak á öndinni, síðan gaf hann vellíðan sinni útrás með léttri, en langri stunu, um

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.