Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Síða 56

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Síða 56
214 Soffía Ingvarsdóttir: IÐUNN leið og hann stakk pungnum í vasa sinn. Já, niður í svörð átti hann að fara. Svörðurinn var nokkurn spöl frá bænum, og leiti bar þar á milli. En bíðum við, hvað var þarna í mýrinni fyrir sunnan túnið? Eru það ekki..? Jú, það voru blessaðar baulurnar. Þangað voru þær komnar, þó hafði hann rekið þær norður fyrir í morgun. Nú sá Grímur greinilega blika á rauðan skrokk í sól- skininu. »Gaman væri . . .« sagði Grímur hálfhátt, hann hætti snögglega og skaust inn í bæjardyrnar og inn í búr. Hann nam staðar í dyrunum; — húsfreyja var inni. »Vantar þig nokkuð Grímur minn?« spurði hún. »Nei, ja, hvernig er það, ætli að vetlingarnir mínir geti ekki verið hérna«. »Þeir hafa ef 'til vill dottið upp fyrir kistu«, sagði húsfreyja og hélt inn göngin til baðstofu. En Grím vantaði alls ekki vetlingana sína. Þegar hann var orðinn einn, opnaði hann brauðhilluna og skar væna sneið af heilu hlóðarbrauði, stakk í vasa sinn og hélt hvatlega til dyra. Að taka þetta svona handa sjálfum sér eða einhverjum öðrum manni, hefði Grími þótt fjar- stæða, fundist það vera óheiðarlegt, en óskir bola átu stundum upp til agna alt siðferðisþrek hans. Hann mætti húsfreyjunni í göngunum. Hún fann angandi brauðlykt af Grími. Hún brosti; hún þekti .Grím, engum datt í hug að væna hann um óráðvendni. Grímur stikaði út túnið og móana og fram í mýri. Þegar hann nálgaðist kýrnar, tók hann brauðið milli handa sinna og fór uð kalla í háum og hvellum gælu- róm: »Boll, bol, gull, gull«. Það drundi ofurlítið dimt en góðlega í bola, og hann hélt hægt og bítandi í áttina til Gríms. Þeir mættust á miðri leið. Boli greip í brauðið og jóðlaði áfergilega og Grímur gamli strauk hann allan og klappaði og kjassaði með álíka áfergju langa hríð. »Vertu nú sæll, blessaður og sæll, sæll« — marg endur-

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.