Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Síða 60

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Síða 60
218 Soffía Ingvarsdóllir: IÐUNN Grím; hann stóð eins og negldur með hálfopinn munn- inn, og svar ]óns vinnumanns heyrðist honum koma úr djúpum fjarska. »Eg heyrði ekki, hvað hann vó, en ég hugsa, að það muni um hann í búið. Þeir eru yfirleitt ekki uppkreistingar gripirnir hérna á Brekku«. Djúp skelfing skýrði alt í einu hræðilegan grun Gríms. I dauðans ofboði hljóp hann út hlaðið. »Það getur ekki verið«, tönglaðist hann á í sífellu, »nei, það getur ekki verið«. Hann ætlaði ekki að geta opnað fjósdyrnar, svo mikið skulfu hálfkreptar hendur hans. Hann heyrði ókyrð og baul í kúnum. Hann ruddist inn, en sá ekki neitt í insta básnum, básnum hans bola. Hann er víst lagstur skautst sefandi upp í huga hans. Grímur studdi sig við vegginn og smámjakaði sér inn eftir tröðinni. »Farðu ekki lengra«, hvað við í huga hans. Ég þarf ekki lengra, auðvitað liggur hann þarna, taldi hann sér trú um. En Grímur þorði ekki lengra. Bráðum sæi hann upp í básinn og — ef — honum lá við köfnun. Eftirvæntingin rak hann áfram. Nú stóð hann fyrir framan básinn. Hann deplaði augunum, fanst sjónin vera að bregðast sér. Mér er að eins dimt fyrir augum, reyndi hann að hugsa. Hann staulaðist að básnum, kraup niður í hann miðjan og strauk lófunum leitandi yfir hann allan, vandlega út í hvert horn. Vissan lædd- ist hægt en ósigrandi inn í sál hans. »Ég hélt líka, að þig langaði ekkert til að vera heima, ég ætla að fá hannLárus á Bakka hingað í dag«. Orð húsbóndans um morguninn runnu nú með eldhraða upp fyrir Grími. »Lárus á Bakka, þetta hefir þú gert, djöfull!* öskraði Grímur með vit- firringu og hentist út úr fjósinu. Hann hitti engan fyr en inn í baðstofu. Fólkið hafði lokið við að borða og þvo sér, og bjóst til náða. »Er Lárus á Bakka hér enn?« spurði Grímur, röddin var óskilmerkileg, líkt og

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.