Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Page 66

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1925, Page 66
224 Ritsjá. IÐUNN fyrirkomulag veröi varla „búið til“. Það verður að vera áfram- haldandi eðlileg þróun og sífelt að breytast eins og lífið sjálft. Ein af hugmyndunum í bók þessari er lang merkilegust, en það er tillagan um að beita mælingum á sviði stjórnmálanna og opin- berra starfa. Það væri áreiðanlega stórmikil framför ef þar yrði komisf frá því neyðarástandi sem er, og fenginn ábyggilegur grundvöllur. Þó ekkert væri annað en þetta, væri bókin betur skrifuð en óskrifuð. En auk þess er hún svo sem vænta má fjör- lega skrifuð og fyndið margf, sem þar er sagt. M. J. Aschehougs Konversations Lexikon er nú alt komið út, 9 bindi. Alfræðiorðabók þessi er ekki af stærri tegundinni, enda er flestum um megn að kaupa mjög stórar alfr. orðabækur sakir dýr- leika. En þessi bók er prýðilega vönduð, enda útgefandinn vand- látur. Líklega er þetta sú alfræðiorðabók, sem hentugust er öllum fjölda manna hér á landi. M. J. Auglýsing. Lesendur munu taka eftir því, að þetta hefti Iðunnar er dálítið þynnra en venjulega. Stafar það af sérstökum ástæð- um, sem ekki er þörf að skýra frá hér. En það verður bætt upp að fullu með næsta hefti, síðasta hefti árgangsins. Leiðrétfing. í greininni um Launhelgarnar í Elevsis í síðasta hefti hefir prentast að minsta kosti á tveim sföðum Dionysios, en á að vera Dionysos.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.