Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 11

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 11
ÐUNN Kristindómur og stjórnmál. 253 ist verður réttar fyrir smælingjana, er hneykslaðir hafa verið. Islenska þjóðin þarfnast nú annars fremur, en að lætt sé inn í hugskot hennar sundurlyndisfjanda og ill- girnisanda. Þessar höfuðsyndir stjórnmálalífsins íslenska frá heimi blaðamenskunnar eru stórhættulegar og sýna vitanlega spillingu stjórnmálalífsins yfirleitt. En þar virðist einkum áfátt um mannúð og drenglyndi: riddaralegt siðgæði. Þessir gallar á stjórnmálalífinu virðast sanna, að vér lifum á þeim tímum, þar sem hugsjón hins persónulega lífs er að sljófgast, sú hugsjón, sem styrkir lundina gagn- vart truflandi áhrifum umhverfisins. Menn eru upp með sér yfir að hafa lagt undir sig heiminn, en eru á góð- um vegi með að glata sjálfstæði sínu, glata sjálfum sér í þessum sigurvinningum í heimi efnis og aura. Menn- ing vor beinist sífelt meira og meira að því að full- nægja þörfum, sem eru algerlega tímanlegar. Vöruhús- in eru dómkirkjur nútímamenningarinnar. En jafnframt kemur í Ijós hversu áhrifalítið hlutverk hin trúarlegu- siðrænu öfl leika á sjónarsviði nútímamenningarinnar — þessi öfl, sem talað er um í kirkjum og kristilegum kenslustundum. Hvers er þá þörf? Persónuleikinn eða hinn innri maður á að öðlast að nýju rétt sinn og verða mótandi kraftur. En þá er jafnframt komið að kröfunni um að þroska lyndiseinkunina, eða skapgerð mannsins. En sú krafa má og skoðast sem mótmæli frá lifandi sálum nú- tímans gegn allskonar þrælkun og yfirgangi af hálfu um- hverfisins — þjóðfélagsins. Þessi krafa verður sem tákn um samstillingu hinna sálrænu afla andspænis hinni al- mennu upplausn og sundrung. Hún verður tákn þess, að íhugun um hið eina nauðsynlega á að sitja í öndvegi, en alveldi aukaatriðanna, hins ytra, hins tímanlega á að

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.