Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 12

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 12
254 Eiríkur Albertsson: IÐUNN steypast af stóli. Og í insta eðli sínu er skapgerðar- þroskun fólgin í því, að samstilla öll hin sálrænu öfl, sameina og samstilla tíma og eilífð. Nauðsyn er því á að uppala og þroska manninn á þá lund, að hann vaxi út úr tímanum, þ. e. a. s.: losa hann við að sníða stakk sinn eftir kröfum þess tímanlega, þeim kröfum, sem að- eins eru af þessum heimi, til þess að gera hann um leið að herra yfir sjálfum sér og heiminum. Odauðleg sálin þarf að koma fram með þessar kröfur, því að hún verð- ur að drekka sig óþyrsta í hinum eilífu uppsprettum til þess að koma þaðan endurnærð og verða þá mótandi og skapandi kraftur í menningarviðleitninni og þrýsta því tímanlega til að beygja sig fyrir hinum eilífu sannindum. Sálin þarf því að verða mótandi kraftur í þjóðfélagslífinu. Þess vegna á hún ekki að beygja sig fyrir ríkjandi venj- um, ef þær koma í bág við órjúfandi eilíf lögmál. At- vinnulífið þyrfti því að standa í þjónustu hinnar æðstu andlegu köllunar, frelsun sálnanna. Þjónustusamlegt get- ur verið að fórna sér fyrir þá, sem lægra eru settir og fyrir þau nauðsynjamál, sem efst eru á baugi í þann og þann svipinn. En heilsusamlegt er að breyta atvinnu- lífinu samkvæmt kröfum hins eldskírða manns, hinnar hreinu og heilsteyptu skapgerðar. Breyta því þannig, að allir geti orðið jafnréttháir erfingjar að hinni miklu alls- herjar föðurleifð, náttúrugæðanna mikla nægtabúri. Sé fyrri leiðin farin, getur svo farið að bæði æru og hag- sýni sé fórnað á altari fjöldans; en sé hin síðari farin, er verið að greiða fyrir göfgun þjóðfélagsskipulagsins á starfandi hátt. A stjórnmálasviðinu kemur þessi krafa fram á þann hátt, að stjórnmálamanninum beri að hætta við að hafa þá skoðun, að ruddaskapurinn sé óhjákvæmileg örlög hans, — að ruddaskapurinn sé heilnæmt balsam í hinum

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.