Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 13

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 13
IÐUNN Kristindómur og stjórnmál. 255 pólitísku siðum og aðferðum, sem æðstu kröfur sálarinn- ar eigi að beygja sig fyrir. Stjórnmálamaðurinn mundi þá kosta kapps um að láta ræðu sína og ritmensku verða samhljóma hinu æðsta lífi sálarinnar, svo að jafn- vel hin erfiðustu úrlausnarefni stjórnmálanna yrðu leidd til lykta með tilstyrk hins besta í fari hans og hinna heilbrigðustu afla í samtíðinni, en ekki eftir krókaleiðum bragðvísinnar, né ófyrirleitnustu aðferðum lífsbaráttunnar. Fullnægir hið íslenska stjórnmálalíf þessum kröfum? Eg skil ekki í að nokkrum detti í hug að halda því fram í fullri alvöru. Fagnaðarerindi stjórnmálaleiðtog- anna hljóðar á þessa leið: »Öll pólitík er hagsmunabar- átta stétta«. Getur verið, að sumir séu ekki svo hrein- skilnir að segja það. En sama er. í reyndinni er hún ekkert annað hjá þeim öllum. En orsökin er sú, að efnishyggjan hefir gagnsýrt tíð- arandann og lífsskoðanir nútíðarinnar og kemur það að vonum skýrast fram á stjórnmálasviðinu. Og oft virðast eiginhagsmunirnir ráða þar alltilfinnanlega athöfnum manna. Hinir pólitísku riddarar hervæðast brynju sín- girninnar og beita brandi sérdrægninnar, fyrst fyrir sjálfa sig, þá fyrir sína stétt. Stéttabarátta er í algleymingi nú á tímum með þessari þjóð. Nú er svo komið, að stjórnmálamönnunum sjálfum er farið að þykja óvistlegt í hinum pólitísku sölum. Á síð- astliðnum vetri var stofnaður nýr stjórnmálaflokkur eins og kunnugt er orðið: Frjálslyndi flokkurinn. Einn aðal- stjórnmálamaðurinn í þeim flokki, komst svo að orði í ræðu, þar sem hann gerði grein fyrir hvernig á því stæði, að flokkurinn var stofnaður: »Við erum óánægðir með ástandið eins og það er og þráum eitthvað betra*. Þeir frjálslyndu mennirnir hristu rykið af fótum sér — rykið á hinum pólitíska almenningi. En tekst þeim að

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.