Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 14

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 14
256 Eiríkur Albertsson: IÐUNN gera heiðara og hreinna á sínum nýja veitvangi? Enn sem komið er hefir flokkurinn verið áhrifalítill, enda virtist takmarkið dálítið óljóst: Við þráum eitthvað betra, þótt ummælin séu fögur og einlæg játning góðs manns. En játningin sýnir ótvírætt, að eitthvað meira en lítið er að í íslenskum stjórnmálum. Nú hefir verið farið nokkrum orðum um ýmsa galla í íslensku stjórnmálalífi. Fljótt hefir verið yfir sögu farið og að mestu aðeins stiklað á hæstu hnjúkum. En ef skygnst er eftir dýpstu orsök ávirðinganna er hún sú, að stjórnmálalífið skortir leiðsögu. Eg man eftir atviki frá síðasta vetri héðan úr Reykja- vík, sem bendir í þessa átt. Eg var staddur hér á Stúd- entafélagsfundi. Rætt var um stjórnmál. Tveir mektar- menn, sinn úr hvorum helstu andstæðuflokkunum póli- tísku, leiddu þar saman hesta sína. Rætt var um mikið vandamál, hvernig mætti haga atvinnulífinu svo að eng- inn liði skort. Um það mál átti að ræða með heilagri alvöru. Annar ræðumaður, sem var atvinnurekandi í stór- um stíl, hélt því fram að hann myndi kosta kapps um að skila börnum sínum, er hann félli frá, meira auði, en honum hafði verið fenginn í hendur af sínu foreldri. Og gerðu allir það, taldi hann þjóðarhagnum vel borgið. Hinn áleit að atvinnurekandanum bæri að láta verka- menn sína fá hlutdeild í arði sínum. En nú vildi svo til, að sá, sem þannig mælti, rak líka atvinnu. Sá, er atvinnu rak í stórum stíl, hélt þá því fram, að honum bæri þá samkvæmt sannfæringu sinni og lífsskoðun að gefa þeim sem þyrftu, þann arð, er hann kynni að hafa af atvinnu sinni. Vitanlega var full samkvæmni í því og hefði mátt ætla, að hinn hefði kannast við að svo væri. En það fór fjarri því. Svar hans var nákvæmlega á þessa leið:

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.