Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 15

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 15
IÐUNN Kristindómur og stjórnmál. 257 »Það getur verið, að Kristur hefði gert það, en eg geri það ekki«. Með þessu svari er lýst dýpstu neyð íslensks stjórn- málalífs. Það er eins og rödd úr djúpunum. Svarið sýn- ir, að leiðtogana sjálfa skortir leiðsögu. Þessi orð eru letruð dulrúnum á skjöld íslenskra stjórnmálaleiðtoga: Það getur verið, að Kristur hefði gert það, en eg geri það ekki. Og þau sýna að stjórnmálin eru ekki kristi- leg, þau eiga ekki Krist að leiðtoga. Islenska menning- in yfirleitt á ekki Krist að leiðtoga. Það getur vel verið, að þetta þyki vel hlýða. Er það ekki farið að læðast inn í hugskot æði margra, að krist- indómur og stjórnmál eigi ekkert að hafa saman að sælda, og kirkjan eigi samkvæmt því að láta stjórnmál- in afskiftalaus? Og þó er það alveg víst, sem vitur mað- ur hefir sagt, að menning Vesturlanda sé svo innblásin af anda kristindómsins og samgróin honum, að sú menn- ing standi og falli með honum. Eg á að ræða hér ') um stjórnmál og kristindóm, eiginlega afstöðu kristindómsins til stjórnmálanna. I raun- inni hefi eg skýrt nú þegar afstöðuna. En ef menn skyldu vera í vafa um, hvort þar ætti nokkurt samband að eiga sér stað, vil eg spyrja: Getur kristindómurinn verið nokkru mannlífssviði óviðkomandi? Til er ofur einfalt svar við þeirri spurningu, ef eðlisávísunin benti mönn- um þar ekki í rétta átt. Og það svar kemur frá Kristi, — í dæmisögunni um súrdeigið, er sýra átti alt deigið. Og þótt stjórnmálamönnunum kunni að þykja, að krist- indómurinn sé sér óviðkomandi, þá er þó kristindómur- 1) Þetta erindi var flutt á presta og sóknarnefndafundi í Rvík 21. Oktober s. I. Var það ásamt öðru erindi upphaf að umræðum um afstöðu kristindóms til stjórnmála.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.