Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Page 17

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Page 17
IÐUNN Kristindómur og stjórnmál. 259 þjóðina, er menn skilja grundvallaratriði lífsskoðunar Krists, ekki svona aðeins til hátíðabrigðis í kirkjunni endrum og eins, eða á sóknarnefndafundum. — Þau grundvallar- atriði, að herra lífsins, hinn eilífi máttugi Guð er faðir vor allra, konungur vor allra, ráðherra vor allra, — að vér mennirnir erum bræður og systur og að dýpstu lög lífsins er kærleikur, samstilling sálnanna á þann veg, að vér finnum til hver með öðrum og þjáumst hver með öðrum, — að vér getum ekki verið glaðir og makráðir ef vér vitum að einhverjum líður illa, ef mörgum líður illa. Böl mannanna, efnalegt og andlegt, þarf að hvíla á oss eins og þung byrði, eins og þungur kross, og veita oss engan frið, fyr en vér höfum gert alt, er í voru valdi stóð, til að bæta úr því, Bæta úr því þannig, að orsök þess verði tekin í burtu. Og svo hins vegar að samstillast öðrum á þá lund, þegar þeir í heilagri hrifn- ingu og gleði bera fram hjartans málefni sín, helguð af himinsins náð, — að þeim, vegna þeirrar samúðar og samstillingar, ykist þróttur og von, kærleikur og trú til að bera þau fram til sigurs. Og hver vill neita, að ekki sé nóg um þjáningar meðal mannanna, bæði vegna efna- legs skorts og andlegrar fátæktar. Og hver vill neita, að guð geti ekki tendrað heilaga fórnarlund með mönnun- um til að bæta úr böli þeirra og lyfta þeim til æðri menningar og andlegrar manndáðar? Sá sem neitaði því fyrra, væri blindur og sæi því ekki þjóðfélagsmeinin. Sá sem neitaði því síðara, væri guðsafneitari og andlega glapsýnn. Hann tryði ekki á andleg og eilíf öfl hins mikla guðs, tryði því ekki, gæti ekki séð það, að hann hefir margsinnis tendrað þann áhuga og svo heilaga fórnarlund með mönnunum, að þeir hafa bætt brek heill- ar aldar — margra alda— og lyft mannlífi og menn- ingu, auðvitað á mismunandi hátt og í mismunandi stór-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.