Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Page 21

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Page 21
ÍÐUNN Kristindómur og stjórnmál. 263 ur líka að fá þeim mönnum, serh í sérstökum skilningi eru valdir til þess að vera starfsmenn þjóðarinnar í baráttunni að þessu marki, prestunum, meira svigrúm en þeir nú hafa til að vera forustumenn þjóðarinnar, en ekki hornrekur, eða einhver meinhægðargrey, sem ekki séu takandi alvarlega. Eg skal geta þess óðara til þess að forðast misskiln- ing, að fyrir mér vakir það ekki sérstaklega, að nauð- synlegt sé að prestarnir taki þátt í löggjafarstarfi þjóð- arinnar, að þeir sitji á Alþingi. Hinsvegar er alkunnugt að ýmsir helstu þingskörungar og stjórnmálamenn hafa verið úr hópi presta, bæði fyr og síðar. Svo gæti enn orðið og væri slíkt æskilegt fyrir þjóðina. Skal nú vikið að þrem atriðum, sem gætu orðið til þess, að kirkjan yrði færari um að inna köllun sína af hendi samkvæmt því, sem hér að framan segir. Hið fyrsta og nauðsynlegasta skilyrði til þess, er að prestarnir séu afburðavel mentaðir. Þyrfti því að auka undirbúningsmentun þeirra. Stofna sérstakt embætti inn- an guðfræðisdeildarinnar, og kendi sá kennari, er það skipaði, uppeldisfræði og sálarfræði, einkum þó trúar- sálarfræði og trúar-heimsspeki; ágætt væri og, að helstu trúarbrögð væru að einhverju leyti skýrð með saman- burði (Comparativ religion). Þá mundi og alveg bráð- nauðsynlegt að auka kenslu í kennimannlegri guðfræði og þá um leið láta hana heyra undir sérstakt próf. I annan stað þarf kirkjan að hafa sérstakt þing, ráð- gefandi þing. Á því þingi þyrftu ekki að sitja tómir prestar. Á því þingi væru rædd ýms vandamál þjóðfél- agsins, þau er kirkjan teldi sér mesta nauðsyn að sinna í þann og þann svipinn. Þingið afgreiddi svo tillögur og frumvörp, er síðar væru lögð fyrir löggjafarþing þjóðar- innar. Á þann veg gæti kirkjan komið mannúðaráhrif-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.