Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Síða 22
264
Eiríkur Albertsson:
IÐUNN
um sínum að og með móðurlegri leiðsögu bent þjóðinni
á friðarveg og þá lagt á stundum þung lóð á vogaskál-
arnar um leið og örlög þjóðarinnar væru vegin á Alþingi.
í þessu sambandi vil ég leyfa mér að nefna eitt
dæmi, það er svo spánýtt.1) Prestastéttin lítur þannig á,
að með fræðslulögunum frá árinu 1907 hafi verið farið
að vissu leyti inn á nýjar leiðir. Rétt mun það þó vera,
að þá er komið lögskipuðu formi á ástand, sem var að
komast á. Prestastéttin lítur og þannig á, að þá hafi
verið um of gengið á snið við hana, enda var hún þá
ekki alment kölluð til ráða. Ég skoða fræðslulögin frá
árinu 1907 sem opinbera staðfestingu og yfirlýsingu frá
þjóðfélagsins hálfu, frá þingsins hálfu, um það að vilja
skerða áhrif kirkjunnar og afleiðingin getur orðið sú, að
áhrif kristindómsins þverri í þjóðfélaginu jafnframt.
Fræðslulögin frá 1907, alt fram að fræðslulögunum frá
síðasta Alþingi, eru eðlileg afleiðing tíðarandans. En ég
skil ekki í, að prestar séu ánægðir með að láta þann
anda setja sér lög. Ég hefi í dag hlustað á umræður, er
sýndu það mjög greinilega. Hefði kirkjan haft ráðgefandi
þing, þegar fræðslulögin voru að fæðast, þá hefði hún
og getað sem heild haft áhrif á þá löggjöf, en þá mundi
heldur ekki sá árekstur og ágreiningur eiga sér stað,
sem nú er um sum atriði fræðslulaganna.
Hið þriðja, sem gera þarf, til þess að kirkjan verði
starfhæf í köllun sinni, er það, að á fjárlögum Alþingis
sé veitt að minsta kosti V2 miljón króna til hennar.
Hefði hún óskorað frelsi til að verja sjálf því fé og
nota það samkvæmt því, sem hún teldi sannast og rétt-
ast. Að sjálfsögðu mundi hún nota það til mannúðar-
1) Kristindómsfraeðsla var rædd á sóknarnefndafundinum, og þá
um leið að sjálfsögðu fræðslulögin.