Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 23

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 23
IDUNN Kristindómur og stjórnmál. 265 starfsemi og menningar á kristilegum grundvelli. Með því gæti hún á ýmsum sviðum skapað fordæmi í menningarviðleitni þjóðarinnar, og þann feril á íslenska kirkjan í sögu þjóðarinnar frá upphafi, að ástæðulaust væri að ætla, að ekki kynni hún að verja fé þjóðinni til þrifa. Og í rauninni er þessi upphæð, sem hér er farið fram á, hlægilega lág. I því sambandi er gaman að segja frá því, að embættislaun prestastéttarinnar úr ríkissjóði er álíka og kostnaður hans við tvo spítala ríkisins. En þótt farið sé fram á lága upphæð, mundi kirkjunni þó verða mikið úr henni, því að hún er áreiðanlega ekki öllum heillum horfin, hin forna gæfa hennar verndar hana og varðveitir. — Að sjálfsögðu ákvæði kirkjuþingið á hvaða hátt fjárveitingunni yrði varið. Vér erum á milli tveggja eilífða. Vér eigum aðeins ráð á örskömmu augnabliki í eilífðarinnar ómælandi geim. Eigum vér að nota það til þess að auka úlfúð og flokkadrætti og leika á ógöfuga strengi, strengi eigin- girni og kærleiksleysis? Og er nokkur svo mikill leið- togi með þessari þjóð, að honum sé ekki þörf á sér meiri leiðtoga? Trúarbrögðin benda þjóðunum í þroska- leit þeirra á þá leiðtoga. Kristindómurinn bendir á Krist. Eiríkur Albertsson.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.