Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 26

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 26
IÐUNN Gróður jarðar. [Iðunn hefir áður flutt ritgerð um norska skáldið Knut Hamsun — einskonar heildaryfirlit yfir bókmentastarfsemi hans. Hér birtist önnur ritgerð, sem fjallar um eitt af skáldritum hans sérstaklega, hina miklu og heimsfrægu skáldsögu „Markens Gröde". Var það einkum fyrir hana að Hamsun hlaut bókmentaverðlaun Nobels 1920. — Rétt þykir að geta um fildrög þessarar ritgerðar. Hún er skrifuð og flutt sem fyrirlestur við unglingaskólann á Hesti í Borgarfirði veturinn 1924—25 af einum nemendanna. Hafði hon- um verið fengið að verkefni að lesa bók Hamsuns og gera síðan grein fyrir efni hennar. Höfundurinn, Eiríkur Magnússon, er bróð- ursonur Guðmundar sál. Magnússonar prófessors]. Sérhvert víðfeðmt og öflugt skáldrit er sem krystallinn. Hann á ótal fleti, skínandi og tindrandi. Eigi er auðið að sjá þá alla í einu, en með því að velta krystallinum fyrir sér, sjást þeir að lokum allir, hver með sínum sér- leik. Og þeir endurspegla hlutina töluvert mismunandi. Eða öllu heldur: hlutirnir speglast misjafnlega í kryst- allsflötunum, því hin síkviku og margbreytilegu Ijósbrot gefa altaf nýjar og nýjar myndir. Svo er og um skáldrit. Það á ótal fleti, sem eigi er auðið að ná yfir í einu. En einn eftir annan má leggja þá undir athygli og innsýni. Og í þessum mörgu flötum speglast hið mikla ljós — lífið sjálft — á margvíslegan hátt. I ótal myndum og sjónarhorfum kemur það fram. Skáldrit, efnisríkt og listrænt, sýnir þessar mörgu lífs- myndir, eins og krystallinn sýnir myndir af hinum föstu hlutum. Um sögu þá, er hér um ræðir, á þetta fyllilega heima. Hún er fjölstrendi krystallinn, sem sýnir lífið frá mörg-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.