Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Page 28

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Page 28
270 Eiríkur Magnússon: IÐUNN Þannig er hann í raun og veru, maðurinn, sem höf. Jeiðir fram. Og hann verður miðdepill sögunnar, sem hitt annað stillir að mestu leyti göngu sína eftir. Hann er sjónarhóllinn, sem skáldið horfir frá út yfir lífið og miðar leiðirnar og stefnurnar við. Hann er hugsjónin, sem hæst gnæfir yfir andans víðivöllum skáldsins. Hann kemur fyrst sem landnámsmaður. Með hergný og hávaða? Glæsilegur víkingur með fríðu föruneyti, sem heggur strandhögg og rekur þá, sem fyrir eru, á útnes og eyðibyggðir, en sest sjálfur að blómlegu höfuð- bóli og ræktuðu víðlendi? Nei, fjarri fer því. Hann kem- ur einn — auðmjúkur, leitandi landnemi með byrði sína á baki. Ekki að skrauthýsum og skrúðgrænum lendum, ekki heldur sem beiningamaður, er rétti fram höndina: Gefðu mér aumum! Hann kom sem fyrsti maður eftir ótroðnum leiðum, í ónumda víðáttu. Ljómi hins heilaga æfintýris hvílir yfir komu hans. Sjáum hvernig Knut Hamsun, djúpsæja skáldið og hárnæmi listamaðurinn, leiðir hann fram. Raunar er það að horfa gegnum litað gler, þar sem mín lélega þýð- ing er: »Langi, langi götuslóðinn yfir mýrarnar og inn í skógana — hver hefir troðið hann? Maðurinn, sá fyrsti er fór hér um. Aður en hann kom, var engin slóð hér. Síðan þræddu ýms dýr, eitt og eitt, óglögga troðninginn yfir móa og mýrarsund. Seinna snuðruðu Lappar upp götuslóðann, er þeir fóru um fjöllin að gæta hreina sinna. Þannig myndaðist stígurinn smám saman yfir víð- áttumikla auðnina, almenninginn, sem enginn átti. Maðurinn kemur gangandi og heldur til norðurs. Hann ber sekk á baki, fyrstu byrðina. Þar hefir hann nesti og nokkur áhöld. Maðurinn er sterklegur og lura- legur, með rautt, grófgert skegg og smá ör á andliti og

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.