Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 31

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 31
IÐUNN Gróður jarðar. 273 aðist yfir sig og skepnur sínar; torfbyrgi. Hann í öðrum endanum, búpeningurinn í hinum. Hann treður altaf slóðina fyrstu meir og meir, því altaf ber hann á bakinu það sem hann flytur milli byggðarinnar og sín. »Það var eins og hann elskaði þá köllun sína að ganga'" mikið og bera mikið*. — Þessi maður, hvaða erindi átti hann í óbyggðina? Því svarar öll sagan. Hann kom til að lifa lífinu eins og honum var eiginlegt, fjarvistum við alt sem truflaði og batt, óháður öllum annarlegum að- stæðum. Svo verður og líf hans — óháð, frjálst og starf- andi. — Og er það ekki markmið vor allra, misjafnlega ljóst fyrir huganum að vísu: að lifa óháðu, frjálsu og starfsömu lífi? Eftir fyrsta árið, frumbýlingsárið, þá er hann var einn í hlíðinni, hlotnast landnámsmanninum aðstoð í starfinu. Hún kom rakleitt til hans, konan, og settist að. Hann hét Isak, hún hét Inga. Þau lifa tvö ein lífinu í óbyggð- inni. Þeim fæðast fimm börn, fjögur lifa. Með hverju ári vex velmegun þeirra. Húsunum fjölgar, gripunum fjölgar, landið, sem ræktað er, vex óðum. Sellanraa — svo hét jörðin þeirra — er að verða stórbýli. Nýtísku áhöld koma, hvert af öðru: vagninn, plógurinn, herfið, sláttu- vélin. Lífið í óbyggðinni er að verða auðugt, Landnem- inn, frumbýlingurinn, er að verða voldugur óðalsbóndi. Hann er sem Þór í ánni: Ef þú vex, þá vex eg líka. Þannig getur þrekmaðurinn einn talað, er hann klýfur straumfallið í erfiðleikaelfu Iífs síns. Isak óx við erfið- leikana, hann átti máttinn og vaxtarhæfileikann í sjálfum sér. Engan eyri fékk hann að láni, enga hjálparhönd nema konu sinnar, og af eigin ramleik og fyrir eigin svita- dropa óx honum ásmegin sem bónda og manni. Hann gekk veginn fyrir og gekk hann frá upphafi. Hann gerði jörðina sér undirgefna. Þar steig hann yfir orðugasta

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.