Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Page 32

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Page 32
274 Eiríkur Magnússon: IÐUNN þröskuldinn á leið landnemans. Nú nýtur hann ávaxtanna. Sonur hans annar fetar trúlega í fótspor hans, verður hinn trúi og dyggi starfsmaður, hægri hönd föður síns og hjálparhella. I honum endurfæðist Isak. Dætur hans eru líka vaxnar nokkuð og leggja einnig hönd á plógimu Og nú gerist búskapurinn svo umfangsmikill, að eigi er lengur unt að komast af með þann vinnukraft, sem fyrir er. Dálítil hjálp er fengin að. En nú eru þau ekki lengur ein í óbyggðinni. Og raun- ar er þar naumast óbyggð lengur. Nú hafa aðrir nýbyggj- ar, landnemar, komið og sest þar að. Langi, óglöggi götu- slóðinn, sem einu sinni var, hefir leitt þá hingað. Nú er hann orðinn að akvegi, góðum og greiðfærum. Nýbyggj- arnir eru ekki lengur útilokaðir frá umheiminum. Veg- urinn gamli, troðningurinn, sem þreyttir fætur fyrsta land- nemans tróðu, er fyrsti gagnvegurinn. Um byggðarlagið liggur Hka símalína yfir fjöllin til Svíþjóðar. Þeir rækta jörðina og koma upp kvikfénaði. En ísak,. Ingólfur Arnarson byggðarlagsins, ber þó höfuð og herð- ar yfir alla aðra. Þangað leita þeir ráða um búskapinn og jarðræktina. Þeir líta á hann sem þann mann, er stendur langt fyrir ofan þá að atgjörfi og tign. Það er líka með réttu, að þeir gera það. Hann hefir áunninn auð og reynslu fram yfir þá. Hann á hina sönnu og næstum því barnslegu einföldu, en þó þróttmiklu sál landnámsmannsins, er leitar lands og lifir í friði og gengi. Hann er rótgróinn eins og >hilmir marka«. Hann er í nákvæmu samræmi við aðstæðurnar og lagar sig eftir þeim 'og þær eftir sér. Þessvegna lifir hann í svO' miklum friði og veldi í ríki sínu, að hann gnæfir yfir aðra. Og meira en það. Hann er brautryðjandinn í orðsins bestu mérkingu. >Hans blóð hefir« að vísu ekki >blá-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.