Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 34

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Side 34
276 Eiríkur Magnússon: IÐUNN tíðinni, sem vísar framtíðinni Ieið«. Hér er iim að ræða þjóðlífsmein nútímans. Eða öllu heldur: hér er lífið kruf- ið. Hamsun er hinn góði læknir, sem grefur fyrir mein- semdina og kemur með heilsulyfið. Eigi er auðið að benda á alla rotblettina, öll kýlin, sem Hamsun grípur á. Lítum þó á söguna. í fjalli einu, sem er í Iandareign Isaks, finst kopar. Nokkrir auðmenn festa kaup í fjallinu og hefja þar námurekstur í stórum stíl. Alt virðist leika í lyndi. Pen- ingarnir streyma yfir héraðið, og lífið virðist bjóða fult fangið hverjum sem hafa vill. Uppi í nýbyggðinni, um- hverfis Sellanraa, fer líka að koma dálítið kvik á lífið. Þangað koma nú nýir íbúar. Þar á meðal er Aronsen kaupmaður. Hann tekur sér land til eignar og býr þar um sig. Við munum hvernig Isak kom þarna fyrst. En Aron- sen lætur um veturinn aka búslóð sinni og byggingar- efni upp eftir. Hann er hvergi nærri sjálfur, en hefir fulltrúa til eftirlits og umsjónar. Um vorið lætur hann byggja og kemur svo með fjölskyldu sína. 011 jarðræktin er blómgarður við húsið, skrautblómagarður. Aronsen lifir ekki af afrakstri jarðarinnar, en hann setur verslun á fót. Ekki skortir viðskiftamennina. Námuverkamenn- irnir hafa nóga peninga og þá auðvitað kaupa þeir hlutina án frekari umsvifa. Alt leikur í lyndi um hríð. Aronsen selur og verkamennirnir kaupa, og niðri í byggð- inni eru allir hugfangnir og þykir sem nýtt líf sé fyrir dyrum. En svo kemur reiðarslagið mikla. Skipun kemur um að hætta starfrækslunni, — hún beri sig ekki lengur. Koparinn var fluttur til Suður- Ameríku, en þar komu keppinautar, sem höfðu betur í kappstreitunni. Og nú er alt hið glæsilega líf, sem undir hilti, fokið í veður og vind. Verkamennirnir tvístr-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.