Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Page 35
IÐUNN
Gróður jarðar.
277
ast og bera skarðan hlut frá borði, áhöld flest og verk'
færi liggja eftir og verða eyðileggingunni að bráð. Byggð-
arbúar standa ráðþrota og vonsviknir, þeir hljóta ekkert
af þeim dýrindum, sem draumarnir höfðu leikir sér að.
Og Aronsen. Nú er búðin hans tóm og atvinnu hans
kollvarpað. Hann stendur slyppur og snauður. Ekki er
hægt að flýgja til akra og engja, og ekki er auðið að
framfleyta fjölskyldu á skrautblómum einum. Hann blátt
áfram flosnar upp og selur jörðina og húsin fyrir mjög
lágt verð.
Hér er mjög glæsilegt útlit í fyrstu. Svo virðist sem
velmegun og góðir dagar muni halda hátíðlega innreið
sína, að hér sé loks fundin uppspretta hamingjunnar,
sem tiltölulega auðvelt sé að ausa af. En endirinn?
Öskufall hnarreistra skýjaborga, sem brunnu upp til agna
í eldi veruleikans, — eldi lífsins sjálfs.
I raun og veru er lífið sjálft besti dómarinn. Það
vindur ekki bráðan bug að, sjaldnast; það lofar öllu að:
sýna sig og mátt sinn til stórræða. En það, sem hefir
hlotið sitt »Mene tekel«, er burtrækt gert þegar. Lífið
smá-þokar því á braut, hægt og hljóðalaust, eins og
andvarinn feykti fiðurbingnum skessunnar. Það lætur
seint að sér hæða og heimtar tilhlýðilega hlýðni. Annars
er viðbúið að hinn hreinsandi eldur þess breyti hlutun-
um í öskurústir.
Hvað er það hér, sem lífið hengir hatt sinn á, ef svo
má að orði kveða? Ekki er um að ræða einn af aðal-
atvinnuvegum heimsins, námugröftinn — að hann sé
dæmdur og skaðvænn fundinn. Hér hlýtur eithvað að
liggja bak við, einhver rangsnúningur.
Hamsun segir oss með skýrum orðum hvað að er.
Undir sögulok eiga þeir tal saman, sonur Isaks á
Sellanraa, sá er á var minst að framan, og Geissler
18