Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Blaðsíða 36
278
Eiríkur Magnússon
IÐUNN
lénsmaður — ef til vill einkennilegasta persónan, sem
kemur fram í sögunni. Geissler hefir orðið. Hann er að
tala um námureksturinn, sem þá er nýlega hættur. En
sjálfur hefir hann leikið þar hlutverk bak við tjöldin.
Hann segir:
»Hann (þ. e. verkfræðingurinn, sem stjórnaði námu-
greftinum) hefir verið að slæpast hér með menn og
hesta, peninga og vélar og margskonar bjástur. Hann
vissi ekki annað en að hann starfaði réttu megin. Því
meira grjóti, sem hann gæti breytt í peninga, því betra.
Hann stendur í þeirri meiningu, að hér sé hann mjög
nytsamur. Hann veitir byggðinni atvinnu,- landinu pen-
inga. Hrunið nálgast óðum, en hann áttar sig ekki á
aðstæðunum. Það eru peningarnir, sem landið þarfnast,
og af þeim er yfrið nóg. —
— — Að hugsa sér að ætla að gera meðalið að
markmiði og setja sig á háan hest yfir því. Þeir eru
sjúkir, óðir; þeir hafast ekkert að; þeir þekkja ekki
plóginn, þekkja aðeins teningskastið. Nei, gallinn er, að
þeir vilja ekki verða lífinu samferða, en vilja hlaupa á
undan því. Þeir æða, þeir knýja sig eins og fleygar inn
í fylking lífsins. En þá sígur auðvitað fylkingarbrjóstið
saman yfir þá, stöðvar þá. Það brakar og brestur; þeir
leifa nýrra ráða en komast hvergi. Og síðan — svo
kremur lífið þá sundur, hæversklega en vægðarlaust*.
Hér er Hamsun búinn að kveða upp dóminn form-
lega, þegar öll málskjöl eru framlögð. Það er að segja,
þegar lífsstefnan er búin að sýna sig að fullu, búin að
sýna hvað hún er og hvert hún leiðir. En hér er Ham-
sun ekki að grípa út í loftið. Hann er ekki að dæma
upphugsaðar villigötur. Nei, hér er hann að róta við
nútímanum, menningarstefnum hans og lífsháttum.
Heimsstyrjöldin mikla hefir haft áhrif og eftirköst víð-