Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Page 38
280
Eiríkur Magnússon
IÐUNN
starfi sínu er fullvaxni maðurinn að leita hamingjunnar.
Og öldungurinn er að leita að hamingju; þótt kraftarnir
séu á þrotum og starfið því á enda, er hann samt að
leita hennar. I endurminningunum er hann að láta sig
dreyma um hamingjuna í lífinu og inn á lendur eilífðar-
innar. Með öðrum orðum: alt lífið er hamingjuleit. En
hver tími svo að segja á sína sérstöku leið, sinn sérstaka
þátt í hamingjuleitinni. Og meira að segja, hver tími
hefir sinn sérstaka skilning á því, í hverju gæfuna sé að
finna. Nútíminn hefir einnig sinn sérstaka hátt og sér-
staka skilning og er það að vonum. Lífinu er nú einu
sinni þannig farið, að það krefst hygginda, sem í hag
koma. Eitthvað það verður að vera til, sem látið verður
í askana, og óefað gengur meiri orka til að afla þess,
en til nokkurs annars. En hættan liggur þar í, að ganga
eigi of langt, að gefa keisaranum það sem keisarans er(
hvorki meira né minna. Lífið er vissulega mikið auðugra
og víðfeðmara en svo, að því verði fyrir komið öllu í
askinum. Eitthvað, og það meira en lítið, hlýtur þá að
liggja ónumið af lendum þess. Og þá mjög líklegt að
það séu þau svið, þar sem gæfan á hallir sínar, því enn
hefur hún víst aldrei verið í fang tekin úr öskunum,
eða á þeim skyldum stöðum.
Nú á vorum tímum er þessi leið tíðfarin. Of mikið
væri þó að segja, að alt sé miðað við gull, en rík til-
hneiging er þó til þess, víðast hvar, að meta gildi hluta
og jafnvel hugsjóna við hið praktiska verðmæti. Hin á-
kafa og óðfluga leit nútímans eftir hamingjunni er mjög
á þessu sviði.
í viðskiftalífinu er þessi praktiski mælikvarði við hafð-
ur. Viðskifti byggjast nær eingöngu á fjárhagslegum
hagnaði — sem mest fé fyrir sem minstan framleiðslu-
kostnað. Á þessum einhliða vettvang er skammskrefað