Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Page 40

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Page 40
282 Eiríkur Magnússon. IÐUNN ur herrum þjónað — guði og mammoni. En við verð- um að ganga út frá því, þó ekki væri nema fyrir vitn- isburð trúarbragðanna, að lífið eigi ekki að ganga til að þjóna mammoni, að það sé ekki takmarkið. Heldur hitt, að þjóna guði, að leggja rækt við hin andlegu og sið- rænu eigindi og leita markmiðs þar. En til þess eigi að nota gögn þau, er lífið réttir fram; þar á meðal auð- magnið, sem er eitt af þeim gögnum, sem nauðsynlega þurfi á að halda. Það er því eigi vindhögg, er Geissler segir, að verið sé að gera meðalið að markmiði. Þetta eru einmitt mistökin, sem óförunum valda. Það er geng- ið á rétt lífsins. Lögmál þess rofin. Hin ákveðna, lög- bundna þróun er lögmál lífsins, — á þeim vettvang ber það lífrænasta ávexti. En óðagotið, sem engu eirir og kann ei fótum forráð, er sýking í frumuvef lífsins. »Þeir vilja ekki verða lífinu samferða«, sagði Geissler. »Þeir vilja hlaupa á undan því; þeir æða, þeir knýja sig eins og fleygar inn í fylking lífsins*. Það á að hafa enda- skifti á hlutunum, ekki að vera að reyna fyrir sér, held- ur stökkva. Ekki að reyna að skilja lífið og vera í sam- ræmi við það, heldur halda eigin leið. En þá heldur líf- ið sína eigin leið líka; það sígur saman yfir »fleygana« og kremur þá. Sú verður niðurstaðan. Þessi er þá afleiðing þeirra hátta, sem efst eru á baugi í þjóðfélagslífi nútímans. Hamsun sér þar ekkert nema tortíminguna framundan, ef svo verði áfram haldið. »Hrunið nálgast óðum«, sagði Geissler um námurekst- urinn. Þar er hann að segja fyrir um afdrif nútímamenn- ingarinnar, eða þeirra eiginda hennar, sem mest ber á. Hann finnur enga sæluvon fyrir mannkynið á þeim leið- um, er nú gengur það. Það keppir í blindni að röngum markmiðum og drekkir sínum bestu andlegu eigindum í ysi og óðagoti, við að draga á bátinn vogrek af yfir-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.