Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1926, Page 43
ÍÐUNN
Gróöur jaröar.
285
yrðum, sem fyrir hendi voru. Hún er ekki hávaxin, en
hún lifir í fullum blóma sem ósvikin reyniviðarhrísla.
011 lífsspeki hennar er, að hún óx í samræmi við lífið,
lagaði sig eftir aðstæðunum. En nú er hún líka sigur-
vegari. Hún lifir í ríki friðar og öryggis, í samræmi
við lífið. 1 stórgrýtisurðinni fann hún gæfuna. Auðmjúk
vaxtarþrá flutti hana þangað, en þroskaviljinn og nægju-
semin rótfesti hana á þessum akri. Hún er konungur í
því ríki, sem mennirnir eru altaf að leita að, en eru nú
komnir á »hinn heimsendann« í leit sinni. Eins og litla
hríslan verða þeir að ná öruggri fótfestu, leggja far-
menskuna niður, það er að segja hinar þarflausu sveifl-
ur í hringiðunni. Gæfan þeirra er hin sama og hríslunn-
ar; að lifa í ríki friðar og öryggis. Að lifa réttlátu lífi,
vaxa í samræmi við lífið.
Inn í þetta ríki vill Hamsun leiða mannkynið. Þar
finni það hið rétta líf; hitt annað sé glys og tál. Hann
lýsir þessu ríki og ávöxtum þess, þar sem Geissler segir
við yngri son ísaks:
»Lítum á ykkur á Sellanraa. Daglega sjáið þið heið-
blá fjöllin. Þau eru ekki uppfundnir dvergar. Það eru
gömul fjöll, sem standa föstum fótum í fortíðinni, en þau
eru félagar ykkar. Þið eru samþætt himni og jörð, eruð
eitt með þeim, eitt með þessu víðfeðma og rótfasta. Þið
þurfið ekki að bera sverð í hendi. Berhöfðuð og ber-
hent gangið þið veginn í fastri vináttu við lífið. Sjáið til,
þarna er náttúran; hún er á valdi ykkar. Maðurinn og
náttúran gera ekki herhlaup hvort á annað, þau veita
hvort öðru fullkomin réttindi. Samkepnin ríkir ekki í
viðskiftum þeirra. Ekkert er það, sem þau þreyta kapp-
hlaup um, þau eru samferða. I þessu umhverfi lifið þið
og starfið á Sellanraa. Fjöllin, skógarnir, mýrarnar, engin,
himininn, stjörnurnar. O, þetta er ekki fátækt, ekki tak-